22.5.2008 | 21:28
Endir íslamófóbíu
Í Rambo 3 fer Rambo til Afganistan að hlutast þar til um mál. Þar gengur hann til liðs við andspyrnumenn og saman ganga þeir til bardaga við hina illu Sovétmenn. Sjaldan hafa jafn göfugir menn verið kynntir til leiks á hvíta tjaldinu og andspyrnumenn í Afganistan, þeir eru bæði réttlátir menn og heimspekingar. Myndin er gerð árið 1988 og á þeim tíma var okkur ætlað að hafa lítilega aðrar hugmyndir um heiminn en í dag. Í vestrænum fjölmiðlum voru Saddam Hussein, Suharto og Gulbuddin Hekmatyar (stríðsherra í Afganistan) hófsamir meðan Nelson Mandela var hryðjuverkamaður. Í dag er Mandela friðarverðlaunahafi Nóbels meðan hinir eru drullusokkar, og göfugmennin sem Rambó hitti í Afganistan eru mestu ómenni sem gengið hafa á jörðinni.
Fjölmiðlar
Út frá siðferðilegum forsendum kunna þessi umskipti að virðast nokkuð geðklofin en út frá hagsmunum ekki, og það eru hagsmunirnir sem ráða. Það þarf ekki að fylgjast lengi með vestrænum fjölmiðlum til að komast að því að þeir eru einkum endurvarpsstöðvar hagsmunaaðila þó svo að þeim séu ekki miðstýrt eða þeir ritskoðaðir af yfirvöldum. Þeir endurspegla pólitíska hagsmuni vegna þess að ritstjórar þurfa að lúta vilja eigenda og auglýsenda og fréttamenn þurfa að lúta vilja ritstjóra, og einnig vegna mannlegra breyskleika sem koma fram í stofnanakúltúr, hjarðhyggju og kokteilboðamennsku. Það má ímynda sér að áróðursmeistarar Sovétríkjanna hafi velt því fyrir sér hvernig vestrænum kollegum þeirra hafi tekist að gera ofstækismenn í Afganistan að baráttumönnum frelsisins, en Sovétmenn höfðu dregist afturúr í áróðurstækni á þessum tíma eins og svo mörgu öðru og héldu sig við ritskoðun sem með tímanum þjálfar fólk í að lesa milli línana og drepur trúverðugleika.
Í vestrænum fjölmiðlum er það ekki sagt berum orðu að múslimar séu vondir, og það er stundum tekið fram að þeir séu það alls ekki. Heldur er er höfðað til tilfinninga ekki ósvipað og í kók-auglýsingu þar sem fallega fólkið hleypur eftir ströndinni og drekkur kók. Þó allir viti að maður verður feitur og bólóttur af því að drekka mikið af sykruðum gosdrykkjum þá skilur auglýsingin eftir þá tilfinningu að gosþamb geri neytandann kynþokkafullann. Á sama hátt búa múslimar í fjölbreytilegum samfélögum sem ná frá Marokkó í vestri til Indónesíu í austri, en þegar við sjáum múslima í sjónvarpinu þá er það yfirleitt vopnaður maður í vígahug frá afmörkuðu átakasvæði.
Áróður
Því hefur verið haldið fram að íslam haldi aftur af efnahagslegri þróun, en er það svo? Ef við skoðum þau ríki Miðausturlanda þar sem íslam hefur takmarkað vægi í stjórnmálum má nefna Sýrland, Jórdaníu, og Egyptaland. Í þessum löndum ríkir efnahagsleg stöðnun og þau komast sjaldan á síður viðskiptablaðanna. Dubai á hinn bóginn er efnahagsundur Miðausturlanda. Katar, þaðan sem Aljazeera kemur, er brautryðjandi frjálsrar fjölmiðlunar í heimshlutanum og Óman hefur byggt efnahaginn á þekkingariðnaði. Í þessum ríkjum við Persaflóa spilar íslam stóra rullu í pólitík, trúboð er bannað og klæðaburður er hefðbundinn. Sú fullyrðing að íslam standi í vegi fyrir efnahagsumbótum er röfl sem stenst ekki skoðun.
Sú hugmynd að múslimar fari illa með konur byggir á því að þeir geri það af íslömskum hvötum. Nýverið var maður handtekinn í Austurríki fyrir að hafa haldið dóttur sinni faginni í kjallara sínum í aldarfjórðung og átt með henni börn. Í þessu tilfelli var sökinni beint að glæpmanninum sjálfum en ekki þjóðskipulagi Austurríkis eða kirkjunni þar. Glæpir í löndum múslima eru hinsvegar ætíð kynntir okkur sem afleiðing af íslam.
Ástæðan
Hermann Göring sagði eitt sinn: "Það er auðsótt mál að fá hvaða þjóð sem er út í stríð, það eina sem þarf að gera er að benda á utanaðkomandi óvin og saka friðarsinnanana um skort á föðurlandsást." Það þætti undrum sæta ef vestrænir herir stæðu í landvinningum í Suður-Ameríku eftir hátt í tvo áratugi af áróðri gegn múslimum. Eiginlega væru það svik við söguna. Það er þó ekki ástæða til að örvænta, allt er eftir bókinni.
Í stríðinu gegn hryðjuverkum hafa Vesturlandabúar verið rændir gildum sínum. Sem dæmi má nefna að ríkistjórn Íslands rak lengi flugvöll í Afganistan þaðan sem föngum er flogið til pyntinga út um allann heim, en þegar fangaflugvélarnar svo lenda á Reykjavíkurflugvelli fara ráðamenn að nöldra, en þeim er slétt sama um pyntingar, svo lengi sem þeir þurfa ekki að heira öskrin. Í samfélagi sem ekki hefur lengur nein gildi grípur um sig óöryggi og menn fara að óttast hópa innan þess sem hafa sterk gildi, ekki ósvipað og maður með litla sjálfsvirðingu óttast umhverfi sitt.
Endirinn
Íslamófóbía er til komin vegna hagsmuna og vegna þeirra mun hún einnig út fara. Pólitísku markmiðin hafa ekki náðst vegna þess að planið var illa útfært og hernaðurinn enn verr. Keppinautarnir hafa eflst og eru farnir að láta til sín taka og verkfærið, íslamófóbía, hefur snúist í höndum eigandans og er nú notað gegn honum.
Keppinautarnir eru fyrst og fremst Rússland og Kína, saman og sitt í hvoru lagi. Þann tíma, sem á Vesturlöndum hefur farið í að tala um "gjá" milli vesturlanda og Íslam, hafa Rússar nýtt sér til að styrkja stöðu sína í löndum múslima. Rússneska ríkið hefur opnað sjónvarpsstöð á arabísku og sækist eftir sæti í samíslömskum samtökum. Rússar halda uppi stjórnmálasambandi við Hamas og Hezbollah til að vinna hug og hjörtu múslima og aðgreina sig frá Vesturlöndum. Frá Kreml koma yfirlýsingar eins og "enginn fær að spilla náinni vináttu Rússa og hins Íslamska heims", til að gera út á vestræna íslamófóbíu og styrkja þannig stöðu sína. Í dag eiga Rússar góð pólitísk samskipti við öll ríki Miðausturlanda, og selja bandamönnum sínum hátæknivopn sem auka pólitískan hreyfanleika þeirra. Rússar eru annar stærsti olíuútflytjandi heims og náin samvinna þeirra við OPEC ríkin þýðir yfirráð yfir mikilvægustu og eftirsóttustu vöru á heimsmarkaði.
Í mörgum ríkjum Miðausturlanda eru ríkisstjórnir álitnar leppstjórnir vesturlanda og náin samvinna við ríki sem álitin eru í krossferð gegn íslam ekki fýsilegur kostur fyrir valdhafana. Þegar nýr kóngur tók við í Sádíarabíu var hans fyrsta opinbera heimsókn til Kína. Sádíarabía hefur lengi verið einn helsti bandamaður BNA á svæðinu en í dag vinna Kínvarjar olíusamninga þar á kostnað vestrænna fyrirtækja.
Tyrkland gott dæmi um skaðsemi íslamófóbíu fyrir vestræna hagsmuni því eftir að hún keyrði um þverbak hrundi stuðningur Tyrkja við aðild að Evrópusambandinu sem lengi hafði verið yfirgnæfandi. Það skal haft í huga að Evrópusambandið hefur m.a. þann tilgang að auka völd lykilríkja þess í heiminum. Tyrkland er gríðarlega mikilvægt í pólitískum skilningi því það liggur á mótum Evrópu, Miðausturlanda og Rússlands, í landinu búa um 80 miljónir manna og það hefur eitthver mestu hernaðarútgjöld í Evrópu. Ríki Mið-Asíu eru menningarlega tengd Tyrklandi og þau hafa sóst þar eftir áhrifum. Ríki Mið-Asíu eru hinsvegar á bandi Rússa og Kínverja og hlaupist Tyrkir undan merkjum er augljóst í fangið á hverjum þeir fara.
Ríki múslima sem telja um 1500 miljónir manna eru farin að færast undan áhrifum vesturlanda til nánari samvinnu við keppinautana. Íslamófóbía er því orðin munaðarvara sem Vesturlönd hafa hvorki pólitískt né efnahagslega efni á. Þegar staðan rennur upp fyrir valdhöfum á Vesturlöndum verður íslamófóbía blásin af, og ef eitthvað er að marka söguna verður nýr óvinur fundinn í staðinn.
Fjölmiðlar
Út frá siðferðilegum forsendum kunna þessi umskipti að virðast nokkuð geðklofin en út frá hagsmunum ekki, og það eru hagsmunirnir sem ráða. Það þarf ekki að fylgjast lengi með vestrænum fjölmiðlum til að komast að því að þeir eru einkum endurvarpsstöðvar hagsmunaaðila þó svo að þeim séu ekki miðstýrt eða þeir ritskoðaðir af yfirvöldum. Þeir endurspegla pólitíska hagsmuni vegna þess að ritstjórar þurfa að lúta vilja eigenda og auglýsenda og fréttamenn þurfa að lúta vilja ritstjóra, og einnig vegna mannlegra breyskleika sem koma fram í stofnanakúltúr, hjarðhyggju og kokteilboðamennsku. Það má ímynda sér að áróðursmeistarar Sovétríkjanna hafi velt því fyrir sér hvernig vestrænum kollegum þeirra hafi tekist að gera ofstækismenn í Afganistan að baráttumönnum frelsisins, en Sovétmenn höfðu dregist afturúr í áróðurstækni á þessum tíma eins og svo mörgu öðru og héldu sig við ritskoðun sem með tímanum þjálfar fólk í að lesa milli línana og drepur trúverðugleika.
Í vestrænum fjölmiðlum er það ekki sagt berum orðu að múslimar séu vondir, og það er stundum tekið fram að þeir séu það alls ekki. Heldur er er höfðað til tilfinninga ekki ósvipað og í kók-auglýsingu þar sem fallega fólkið hleypur eftir ströndinni og drekkur kók. Þó allir viti að maður verður feitur og bólóttur af því að drekka mikið af sykruðum gosdrykkjum þá skilur auglýsingin eftir þá tilfinningu að gosþamb geri neytandann kynþokkafullann. Á sama hátt búa múslimar í fjölbreytilegum samfélögum sem ná frá Marokkó í vestri til Indónesíu í austri, en þegar við sjáum múslima í sjónvarpinu þá er það yfirleitt vopnaður maður í vígahug frá afmörkuðu átakasvæði.
Áróður
Því hefur verið haldið fram að íslam haldi aftur af efnahagslegri þróun, en er það svo? Ef við skoðum þau ríki Miðausturlanda þar sem íslam hefur takmarkað vægi í stjórnmálum má nefna Sýrland, Jórdaníu, og Egyptaland. Í þessum löndum ríkir efnahagsleg stöðnun og þau komast sjaldan á síður viðskiptablaðanna. Dubai á hinn bóginn er efnahagsundur Miðausturlanda. Katar, þaðan sem Aljazeera kemur, er brautryðjandi frjálsrar fjölmiðlunar í heimshlutanum og Óman hefur byggt efnahaginn á þekkingariðnaði. Í þessum ríkjum við Persaflóa spilar íslam stóra rullu í pólitík, trúboð er bannað og klæðaburður er hefðbundinn. Sú fullyrðing að íslam standi í vegi fyrir efnahagsumbótum er röfl sem stenst ekki skoðun.
Sú hugmynd að múslimar fari illa með konur byggir á því að þeir geri það af íslömskum hvötum. Nýverið var maður handtekinn í Austurríki fyrir að hafa haldið dóttur sinni faginni í kjallara sínum í aldarfjórðung og átt með henni börn. Í þessu tilfelli var sökinni beint að glæpmanninum sjálfum en ekki þjóðskipulagi Austurríkis eða kirkjunni þar. Glæpir í löndum múslima eru hinsvegar ætíð kynntir okkur sem afleiðing af íslam.
Ástæðan
Hermann Göring sagði eitt sinn: "Það er auðsótt mál að fá hvaða þjóð sem er út í stríð, það eina sem þarf að gera er að benda á utanaðkomandi óvin og saka friðarsinnanana um skort á föðurlandsást." Það þætti undrum sæta ef vestrænir herir stæðu í landvinningum í Suður-Ameríku eftir hátt í tvo áratugi af áróðri gegn múslimum. Eiginlega væru það svik við söguna. Það er þó ekki ástæða til að örvænta, allt er eftir bókinni.
Í stríðinu gegn hryðjuverkum hafa Vesturlandabúar verið rændir gildum sínum. Sem dæmi má nefna að ríkistjórn Íslands rak lengi flugvöll í Afganistan þaðan sem föngum er flogið til pyntinga út um allann heim, en þegar fangaflugvélarnar svo lenda á Reykjavíkurflugvelli fara ráðamenn að nöldra, en þeim er slétt sama um pyntingar, svo lengi sem þeir þurfa ekki að heira öskrin. Í samfélagi sem ekki hefur lengur nein gildi grípur um sig óöryggi og menn fara að óttast hópa innan þess sem hafa sterk gildi, ekki ósvipað og maður með litla sjálfsvirðingu óttast umhverfi sitt.
Endirinn
Íslamófóbía er til komin vegna hagsmuna og vegna þeirra mun hún einnig út fara. Pólitísku markmiðin hafa ekki náðst vegna þess að planið var illa útfært og hernaðurinn enn verr. Keppinautarnir hafa eflst og eru farnir að láta til sín taka og verkfærið, íslamófóbía, hefur snúist í höndum eigandans og er nú notað gegn honum.
Keppinautarnir eru fyrst og fremst Rússland og Kína, saman og sitt í hvoru lagi. Þann tíma, sem á Vesturlöndum hefur farið í að tala um "gjá" milli vesturlanda og Íslam, hafa Rússar nýtt sér til að styrkja stöðu sína í löndum múslima. Rússneska ríkið hefur opnað sjónvarpsstöð á arabísku og sækist eftir sæti í samíslömskum samtökum. Rússar halda uppi stjórnmálasambandi við Hamas og Hezbollah til að vinna hug og hjörtu múslima og aðgreina sig frá Vesturlöndum. Frá Kreml koma yfirlýsingar eins og "enginn fær að spilla náinni vináttu Rússa og hins Íslamska heims", til að gera út á vestræna íslamófóbíu og styrkja þannig stöðu sína. Í dag eiga Rússar góð pólitísk samskipti við öll ríki Miðausturlanda, og selja bandamönnum sínum hátæknivopn sem auka pólitískan hreyfanleika þeirra. Rússar eru annar stærsti olíuútflytjandi heims og náin samvinna þeirra við OPEC ríkin þýðir yfirráð yfir mikilvægustu og eftirsóttustu vöru á heimsmarkaði.
Í mörgum ríkjum Miðausturlanda eru ríkisstjórnir álitnar leppstjórnir vesturlanda og náin samvinna við ríki sem álitin eru í krossferð gegn íslam ekki fýsilegur kostur fyrir valdhafana. Þegar nýr kóngur tók við í Sádíarabíu var hans fyrsta opinbera heimsókn til Kína. Sádíarabía hefur lengi verið einn helsti bandamaður BNA á svæðinu en í dag vinna Kínvarjar olíusamninga þar á kostnað vestrænna fyrirtækja.
Tyrkland gott dæmi um skaðsemi íslamófóbíu fyrir vestræna hagsmuni því eftir að hún keyrði um þverbak hrundi stuðningur Tyrkja við aðild að Evrópusambandinu sem lengi hafði verið yfirgnæfandi. Það skal haft í huga að Evrópusambandið hefur m.a. þann tilgang að auka völd lykilríkja þess í heiminum. Tyrkland er gríðarlega mikilvægt í pólitískum skilningi því það liggur á mótum Evrópu, Miðausturlanda og Rússlands, í landinu búa um 80 miljónir manna og það hefur eitthver mestu hernaðarútgjöld í Evrópu. Ríki Mið-Asíu eru menningarlega tengd Tyrklandi og þau hafa sóst þar eftir áhrifum. Ríki Mið-Asíu eru hinsvegar á bandi Rússa og Kínverja og hlaupist Tyrkir undan merkjum er augljóst í fangið á hverjum þeir fara.
Ríki múslima sem telja um 1500 miljónir manna eru farin að færast undan áhrifum vesturlanda til nánari samvinnu við keppinautana. Íslamófóbía er því orðin munaðarvara sem Vesturlönd hafa hvorki pólitískt né efnahagslega efni á. Þegar staðan rennur upp fyrir valdhöfum á Vesturlöndum verður íslamófóbía blásin af, og ef eitthvað er að marka söguna verður nýr óvinur fundinn í staðinn.
Athugasemdir
Frábærar pælingar hjá þér Kári... Ég vil meina að áróðursstríðið sé sama og segja unnið... Bráðum snýst taflið og rússar og kínverjar taka í taumanna og ráða því sem þau vilja ráða..
HALLTU ÁFRAM AÐ BLOGGA
Brynjar Jóhannsson, 22.5.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.